Tilraun með snjóvarnargirðingar veturinn 2016 2017

Eins og kom fram á síðasta aðalfundi þar sem rætt var um snjómokstur, skaflamyndun og fleira tengt snjó þá voru nokkrir fundarmenn sem höfðu á því skoðanir hvar þyrfti að laga eða reyna að varna því að skaflar mynduðust.

Nú er lag að nota þau vörubretti sem komu með plöntunum í vor og gera tilraunir með að setja þau upp þar sem þessir skaflar myndast og sjá svo til í vetur hvort þau breyta einhverju.

Í framhaldinu setja upp fallegri varnir eða gera þessi bretti smekkleg með skemmtilegri útfærslu.

image

Stjórnin óskar eftir því að þeir sem hafa áhuga á þessari framkvæmd og eða búa yfur þekkingu á þessum snjóþungu stöðum komi að verkinu.

Framkvæmdum verði lokið fyrir miðjan september, smíði og uppsetning.

Ef brettin duga ekki þá er hægt að fá fleiri bretti og nota má járnstaura sem félagið á sem festingar.

Vinsamlegast sendið formanni póst á formadur@kerhranun.is  og stjórn mun aðstoða eftir mætti að gera þetta mögulegt enda skemmtileg tilraun og enn betra ef hún svínvirkar.