Þungatakmarkanir settar á 22. febrúar í sérstöku tíðarfari

Aldrei áður hafa þungatakmarkanir verið settar svona snemma á eins og núna en  allir vita að því ræður tíðarfarið enda veturinn verið með allra besta móti og elstu menn muna varla svona tíma.

Vegagerðin setti þungatakmarkanir á Suðurland í síðustu viku og eftir að hafa skoðað vegina var ákveðið að setja á takmarkanir núna. ljóst er að það er erfitt að áætla tímann sem framundan er en ef tíðarfar helst svona þá getur takmörkunum verið aflétt fyrr en vanalega.

Því var ákveðið að setja dagsetninguna 22. febrúar – 1. apríl til að hafa eitthvert viðmið en við spilum þetta eftir hendinni eins og svo margt annað og Finnsi hengdi upp 2,5 t skiltið en það þarf að endurnýja þessi skilti og ég er búin að panta nýja filmu á þau.

Biðjum ykkur að virða þessar takmarkanir því ekki viljum við skemmda vegi.

 

Setti þetta í morgun upp þó sé það varla læsilegt en því hefur verið breytt aðeins og á eftir að breytast..)))))