Það er að hitna undir Rut og Smára

Það hefur verið vitað um all langan tíma að hjónakornunum hefur grunað að frekar heitt væri undir þeim þó sumir hafi haldið því fram að þeim væri bara svona heitt í hamsi.

Nú hefur komið í ljós að þetta eru orð að sönnu, sem sé að það styttist í að það sjóði á þeim eða kannski öllu heldur að það er að gliðna landið þeirra.

Þessu til sönnunar þá er neðangreind mynd tekin í kvöld og það stígur bara upp gufa og hiti verulegur.

image

Næst er að fylgjast með hvað gerist, kannski samkeppni sé í uppsiglingu við Hæðarendabóndann.