Það er sunnudagsmorgun og sólin situr ekki við borðið hjá mér

heldur beinir hún sterkum geislum sínum undir þokana, Hóllinn er baðaður að hluta í sólskini, klukkan er aðeins sjö að morgni, enginn er á ferli og allir virðast sofa nema ég en það breytir engu því það sem fyrir augu ber eru óendanlegar breytingar milli ljóss og skugga og því bara að njóta.


Þetta leiðir hugann að því hvaða árstími er að ganga í garð, margir telja þetta fallegasta tíma ársins og það má alltaf deila um það en litirnir á gróðrinum segja sitt.