Sumir dagar eru svo yndislegir að maður óskar þess að þeir taki engan enda

Að vakna við fuglasöng, drekka morgunkaffið í sólinni, sjá varla ský á himni, vinna í allt að 23 stiga hita og enda svo með því að horfa á sólsetrið, þá hugsar maður, „Því þarf þetta að taka enda ?“ en svona er lífsins gangur, í staðinn fyrir að svekkja sig á því að dagurinn sé allur þá er bara að vona að næsti dagur renni upp jafn bjartur og fagur og gærdagurinn.
.

.
Útsýnið að morgni
.

 

Unnið að kappi í Kúlusúk frá morgni til kvölds
.


.

Fuglarnir eru svo gæfir að þeir fylgjast vel með hvað er verið að brasa

.


.

Kaffihlé tekið
.

.
Svo kemur kvöld og þá er nú gaman að sjá sólina
.