STÓRframkvæmdir í vegagerð 2020 – klæðning

Mikið er nú gaman að verða vitni að því þegar við Kerhraunarar erum að stuðla að því að gera Kerhraunið okkar enn fallegra og gaman að segja frá því að margir hafa á því orð sem hingað koma að hér sé allt svo flott og fínt, það gleður.

Undirbúningur fyrir lagningu varanlegrar klæðningar á beina kaflanum hófst með því að „Gunnar hefil“ var fenginn til að hefla fræsinginn sem var fyrir á veginum, ekki gekk það betur en svo að það varð að „rippa“ hann upp en Gunni massaði þetta á heflinum. Á verkinu varð töf sem varð til þess að við misstum af Borgarverki þann daginn og raunar næstu daga.  Það skapaðist smá stressástand enda ekki gott að vera búin að gera allt klárt og svo klikkar eitthvað, þetta olli því að bílar sem keyrðu á nýlögðu undirlaginu gerðu það óslétt og í þrígang þurfti að valta yfir veginn.

En auðvitað kemur alltaf eitthvað upp á og þá er bara að reyna að hugsa í lausnum, svona tafir verða til þess að kostnaður verður meiri en ekki neitt óyfirstíganlegt. Allavega reddaðist þetta og klæðningin fór á við mikinn fögnuð áhorfanda…)), stressið rann út og svefninn komst í samt lag, smá joke.

Nú eigum við þessa yndislegu viðbót við hinn veginn og ekkert annað að gera en fara vel með hann svo hann endist um aldur og æfi.

Takk Faxaverk, takk Hallur, takk Gunnar heflari, takk klæðningamenn þið eruð allir yndislegir

Fyrst komu þessir og um mig fór sæluhrollur…))))

 

Síðan birtust þessir aðeins of seint en um mig fór annar sæluhrollur