Kerhraun

Sorpmál í Kerhrauni – Niðurstaða

Eins og flestum er kunnugt um þá hafa sorpmálin verið í brennidepli um þó nokkurn tíma, loks er komin niðurstaða í málið eftir að Úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir kvað upp sinn úrskurð þar sem fallist er á kröfur kæranda um staðsetningu sorpíláta í sumarhúsabyggð  m.a. í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í kjölfar úrskurðarins sendi Umhverfisstofnum bréf á öll sveitarfélög og óskaði eftir því að brugðist yrði við ofangreindum úrskurði.

Í svarbréfi hreppsins segir að nýjar verklagsreglur um sorpílát í sumarhúsahverfum hafi tekið gildi 1. júní 2010. Hreppurinn muni sjá um að dreifa ílátum á þá staði sem heppilegir þyki og reyni að staðsetja ílátin innan hliða sumarhúsahverfisins. Ílátin séu eingöngu fyrir HEIMILISSORP.

Guðbjartur stjórnamaður tók að sér þetta mál og hafði samband við hreppinn þar sem leysti þetta.

Aðstaðan hjá ykkur er til fyrirmyndar og gámurinn verður á þessu plani. Hreppurinn tók að sér að sjá um leigu og losun á gámnum  í júlí, ef félagið er enn að greiða reikninga  verður að kippa því í lag. Taka verður fram að umgengni við gáminn hefur verið til mikilar fyrirmyndar og ekkert komið í hann sem ekki á að vera þar, takk fyrir það.