Þrátt fyrir að Guðrún hafi átt að hafa stjórn á framkvæmdum á gróðursetningardegi þá hreinlega var alveg sama hvað hún tuðaði og tuðaði að það ætti eftir að mála í kringum skiltið, það gerðist ekki neitt og Hörður sagði að þetta væri léleg verstjórn, Guðrún samþykkti samstundis og úr varð að þegar allir þustu í pylsupartíð þá skunduðu þessi tvö upp að hliði.
Það samdist um verkaskiptingu og hún skiptist þannig að Guðrún yrði neðar og Hörður ofar og þá var bara að byrja, þau komust fljótt að því að það væri ekki nóg að vera samstiga, þau þyrftu í rauninni stiga en á meðan stiginn væri á leiðinni þá bauð Stefán fram kerruna sína og Hörður sýndi mikla fimi þegar hann brá sér upp á hana.
.
Hörður er ekki að mála, hann er að þvo skiltið
Guðrún hafði greinilega skvett upp fyrir höfðuð sér
og því þurfti hann að hreinsa eftir hana
.
Stefán reddaði stiga bara með því að lyfta annarri hendi og „vúbs“ stiginn kom, Guðrún tók ekki annað í mál en að hún stæði á stiganum svo Hörður myndi nú ekki þeytast út í buskann en var greinilega ekki meðvituð um að hann er með fimari stigamönnum.
.
.
Takið eftir því að Guðrún er farin að æfa fimleika, önnur á lofti
Hörður heldur „ballans“
.
.
Það var akkúrat hér sem hugmyndin kviknaði,
hvernig væri að stofna
„Fimleikafélag Kerhrauns“
.
Mjór er mikils vísir og strax komnir 2 í hópinn
.
.
Guðrún alveg að springa úr hlátri yfir nýja félaginu
.
félagið mun sennilega keppa undir fána Valsmanna enda stendur
það okkur nær að keppa fyrir þeirra hönd en tíminn mun
leiða í ljós hver árangurinn verður
.
.
Það er eins og maðurinn hafi ekki gert neitt annað
hann stendur næstum á annarri
:
.
Verkinu miðar vel og skiltið okkur til sóma
.
Hér er verkinu næstum lokið og pyslurnar bíða
.
.