Það er sannarlega að komast hugur í okkur Kerhraunara enda sumarið skollið á, eins og allir vita þá er G&T dagurinn laugardaginn 24. maí nk. og þann dag gróðursetjum við smávegis af trjám öllum til gleði og ánægju.
Það verður líka mikil framkvæmd í gangi bæði á laugardag og sunnudag þessa sömu helgi við að keyra í göngusstígana á stóra útivistarsvæðinu og er skipulagning í fullum gangi. Vegamálastjórinn okkar hefur yfirumsjón með því verki og er búinn að undirbúa sig vel og ætlar greinilega ekki að vera lengi á milli staða ef með þarf.
Vonandi verður góð þáttaka í gróðursetningunni og menn með góða reynslu af vélhjólbörum eru vel þegnir í smá tíma til að leysa þá vanari af.
Hef sjaldan séð minn mann brosa jafn sætt og hlakkar hann greinilega til að takast á við malarkeyrsluna…))
Svona meira í gríni en alvöru, snúa öll dekkin rétt undir bílnum…)))??
Auðvitað fékk Ómar að prófa og fannst það ekki leiðinlegt