Kerhraun

Seinni vegaframkvæmdir 2016 voru í dag 21. júní

Á fallegum þriðjudegi 21. júní 2016 fór vegamálastjórinn í að klára framkvæmdir ársins og því ber að fagna að þeim sé lokið, auðvitað þarf að byrja á smá röfli og það er að „KEYRA HÆGT“ á beina kaflanum svo fræsingurinn fari ekki í holur og þvottabretti. Að öðru leiti er allt í sómanum og í meðfylgjandi myndasyrpu má sjá eins og ALLTAF gang framkvæmda. Hallur og félagar eiga hrós skilið fyrir snögg og góð vinnubrögð.

Þegar fréttaritari skrönglaðist á staðinn var Hallur kominn á fullt við að valta veginn og auðvitað var einhver tilgangur með því að valta eldri veg, ekki bara verið að hrista allt heldur var hann með einhverjar mælingar í gangi.

IMG_3391

Þegar mér loksins tókst að ná athygli hans, rétti hann mér miða sem ég leit á og spurði örugglega frekar heimskulega „á ég að skilja þetta?“  af því ég vissi bara ekkert hvernig átti að lesa út úr þessu.

IMG_3392

Fljótlega birtust „tvíburarnir“ enda snýst allt um tvíbura hjá þeim hjónum þessa dagana og Hallur var fljótur að gefa fyrirmæli um framgang mála.

IMG_3396

Sturta,

IMG_3398

dreifa úr og jafna.

IMG_3400

Svona gekk þetta fram til klukkan 11 en þá skall frúin á og vildi ná athygli bónda síns en eins og sjá má gekk það ekki alveg strax

IMG_3404

Framkvæmdastjórar þurfa bara oft að vera í símanum en auðvitað reddar frú „flokkar og skilar“ þessu
og brenndi á Selfoss til að afla fæðu fyrir stráka 3 og ég fékk að fylgja með

IMG_3406

Svo var valtað  á meðan „tvíbbarnir“ fóru að ná í meira efni

IMG_3411

Síðan þegar keyrslu á fræsingi var lokið var farið í mat og eftir hádegi var komið að því að keyra
efni úr Ingólfsfjallinu ofaná það sem keyrt var í um daginn og fyrsti bíll er mættur

IMG_3412

Hér eru að verða komnar 6 ferðir og Hallur dreifir, jafnar og valtar

IMG_3421

Eftir að verkinu lauk á þessu svæði þá var farið í brekku hjá „Skógarlundinum“ enda hefur brekkan reynst erfið og hættuleg s.l. vetur þar sem hún er svo brött niður, nokkrir bílar höfðu farið ansi nálægt brúninni þegar reynt var að komast upp ((tek fram að það var ekki fréttaritarinn).

IMG_3426

Hallur tók steinana sem komið höfðu upp úr brekkunni þegar kalda vatnið var lagt og hann flutti þá yfir og raðaði þeim upp til að búa til vörn.

IMG_3430

Í öllum verkum eru smávægar uppákomur og hér lenti bílstjórinn í smá vandræðum því hann vildi ekki skemma skiltið sem þarna er og þá reddaði hver annar en Hallur öllu og dagurinn endaði í tómri sælu. Kerhraunar hafa fengið vegaframkvæmdirnar sem þeir samþykktu á aðalfundi.

IMG_3431

Á góðum degi sem þessum þá var ekki bara að allir væru sælir og glaðir yfir sumrinu 2016 heldur skartaði Búrfellið sínu fínasta í lok dag og minnti mann á hversu þakklátur maður á að vera að fá að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.

Takk innilega Hallur, Steinunn og tvíbbarnir tveir fyrir vel unnið verk.

Capture