Versló 2012 – Við varðeldinn gerast ýmsir skrýtnir hlutir

Eftir frækinn sigur Íslands á Frökkum var kveiktur varðeldur, eins og komið hefur fram sá Elfar eldhugi um að skíðlogaði en fleiri lögðu sitt að mörkum við að tryggja að fyllsta öryggis var gætt og hvorki sviðnuðu þúfur né tær. Það fara einhverjar sögur af því að SMÁ bras hafi verið á eldhuganum að koma dóti inn í Gilið og gaman væri að vita hvort einhverjar myndir væru til af því ævintýri.

Nýju bekkirnir nýttust mjög vel og fram komu óskir um að fjölga þeim fyrir næsta varðeld og eftirvill þjóðráð ef Hans heldur áfram að mæta með útilegubrúsann því þessa bekki má fá í mörgum stærðum.

Að venju var góð stemning í hópnum þar sem tví- og ferfætlingar, ungir og aldnir og allt þar á milli skemmtu sér vel við söng og létt spjall, þó höfðu einhverjir orð á því að þeir söknuðu þokunnar sem kom í fyrra þegar Garðar sá um flugeldasýninguna.

Sóley og fjölskylda, ásamt Reyni sáu um að halda uppi fjöldasöng af sinni einskæru snilld og Garðar hafði forgöngu um að skála og hrópa húrra fyrir íslenska landsliðinu í handbolta.

Fréttaritara hafa ekki borist neinar tilkynningar eða sögur um hvað varð af fólkinu eftir að eldurinn var slökktur en hver veit nema það komi bara myndir af því seinna.

Stjórnin vill þakka öllum þeim sem með einum eða öðrum hætti komu að því að gera þennan dag eftirminnilegan fyrir okkur í Kerhrauni og hlakkar til Versló 2013.

 

.
Svona á að gera þetta um Versló

Versló 2012

.
Við varðeldinn þá var
.

.
sungið af lífs- og sálarkröftum
.

.
eigi feilnótur slegnar
.

.
en drukkið og reykt
.

.
enda nóg af vatni og vökva
.

.
og málin rædd í þaula
.


.
ekki má gleyma honum BA BÚ stjóra
.

.
sem hélt ótrauður áfram að vera fullklæddur þegar
öðrum tók að hitna í hamsi
.

.
söngurinn heyrist milli fjalls og fjöru
.


.
og tók engan enda
þó maðurinn Garðar, væri með ræðu miklu
þá hljómaði söngurinn aftur og aftur

og að endingu vildi Garðar fá að vita, hvort væri þetta
tengdasonurinn frá því í fyrra


.