Ferðalag Smára og Rutar í Kerhraunið á annan í jólum 2011

Af ferðalagi hjónanna er það að frétta að á annan í jólum tóku þau sig til og fóru í Kerhraunið, sú ferð var seinfarin enda Smári landsfrægur fyrir að draga menn landshornanna á milli ef ófærð er og í þessari ferð var ekki brugðið út af þeirri venju og Mýrarkotið keyrt með einn í eftirdragi.

Eftir að hafa fest sig á leið í Kerhraunið, hleypt lofti úr dekkjum, pumpað aftur í allt það sem fylgir svona ferð. þá tókst þeim að komast í bústaðinn og undu sér í pottinum fram eftir kvöldi undir stjörnubjörtum himni.Á leið sinni heim 27. desember smellti Smári mynd af Rut við Sóleyjarstíginn.

.