Kerhraun

Saga hitaveitunnar í Kerhrauni

Greinin endurskrifuð úr ræðu Hans Einarssonar – ræðan flutt við opnun hitaveitunnar

Það var fyrir rúmu ári síðan í lok ágúst 2009 að samþykkt var á stjórnarfundi að Hans Einarsson og Elfar J. Eiríksson myndu setja sig í samband við Sigurð Jónsson á Hæðarenda og kanna möguleika á því að kaupa af honum heitt vatn fyrir Kerhraunið, Sigurður tók vel í að skoða það, ef nægur fjöldi notenda yrði með.

Næsta skref var svo að í nóvember 2009 var gerð óformleg könnum á meðal húseigenda í Kerhrauni hvort áhugi væri til staðar, það reyndist vera, þá var farið í frekari vinnu við að skoða þennan möguleika. Boðað var til formlegs kynningarfundar þann 10 desember og málin kynnt og rædd frekar, þar var samþykkt að hitaveitunefndinmyndi keyra málið áfram.

Það var svo snemma síðasta vor sem tókst að safna saman nógu mörgum húseigendum sem vildu taka inn heitt vatn, að skrifað var undir samninga við Sigurð á Hæðarenda og stefnt að því að hitaveita yrði klár í lok sumars 2010. Sumarið fór svo í það hjá Sigurði að leggja stofnlagnir á svæðinu, má segja að það hafa tekist einstaklega vel til og lítið rask hafa hlotist af.

Hans, Elfari, Finni og Herði er þakkað fyrir gott starf í þágu félagsins.

Stóri dagurinn 18. september rann upp, heitu vatni var hleypt  á svæðið okkar, en áður en vatninu var formlega hleypt á tók Sigurður Jónsson á Hæðarenda við smá þakklætisvotti frá Kerhraunurum fyrir vel unnið verk og með ósk um bjarta og góða framtíð Hitaveitu Hæðarenda okkur öllum til hagsbóta.



Fjölskyldan á Hæðarenda