Fyrir nokkrum árum var þetta svæði skipulagt með útivist í huga og nokkru seinni hófst félagið við að gera göngustíga, í ár var komið að því að keyra rauðamöl í stígana. Verkið skipulagði stjórn og vegamálastjórinn í sameiningu og ákveðið var að gera þetta sömu helgi og G&T dagurinn yrði haldinn.
Samið var við Guðmund á Klausturhólum um kaup á mölinni, leigðar vöru 3 vélhjólbörur, og Hallur kom með 3 gröfur og alla fjölskylduna. Finnsi tók að sér að vinna á Grænu þrumunni og félagsmönnum var sendur tölvupóstur og falast eftir að vanir tækjamenn kæmu og tækju þátt í verkefninu. Skemmst er frá því að segja að 4 gáfu kost á sér en auðvitað stóð hann Hans okkar vaktina allan tímann að vanda.
Föstudagskvöldið 23. maí renndi í hlað þessi þá heljarinnar floti með tæki og tól og þar var á ferðinni Hallur og CO. Smári lét sig ekki vanta og sigldi með sinn flota líka inn á svæðið enda okkar helsti sérfræðingur í G&T holum.
Jóí Ásbjörns var líka kominn í hópinn og mætti með fjórhjól og kerru. Þetta lofaði góðu.
Hallur var ekkert alltof hrifinn af myndatöku þessa mínútuna því mikið verk var óunnið við að taka tækin af bílnum sem tók svo ekki langan tíma því þarna voru vanir menn á ferð og eina sem við vildum ekki fá var rok og rigning daginn eftir. Það læddist þó að okkur að eitthvað væri í kortunum en vonuðum að veðurfræðingarnirn væru að l ú a..
Barnabörnin voru með í ferðinni en allir voru nú sannfærðir um að þessir drengir gætu ekki verið barnabörnin því Hallur er svo ungur.
Öll runnu tækin af og ekkert annað að gera en að mæta bara morguninn eftir kl 9 því mikið verk var framundan.
Formaðurinn var mættur til að bjóða mann og annan velkominn og undirbúa gróðursetningu plantna og taka stöðuna annað slagið þetta kvöld.
Þá var komið að Smára að sýna listir sínar enda þurfti að taka 2 tæki af hans bíl og allt lék þetta í höndunum á honum að vanda.
Aftur kom formaðurinn til að bjóða fólk velkomið og eins og sjá má fór vel á með þeim Smára og Ása.
Þaegar Fanný mætti þá sleppti Ási sér alveg enda konulaus, Jói var líka kominn með endalaust stóra kerru og fjórhjól í felulitunum og notast örugglega við veiðar.
Nú var hægt að anda léttar og fara að undirbúa sig fyrir langa 2 daga.