Það er að myndast smá þema í hluta Kerhraunsins, þessi hluti er að verða frekar rauður og spurning hvers vegna. Moulin Rouge (Rauða Myllan) prýðir París og hafa margir skemmt sér þar í gegnum árin, „Rauða hverfið“ er í Amsterdam og af því fer misjafnt orð af starfssemi þess.
Hvað er fréttaritarinn að bulla, jú nú um helgina tók hann eftir því á ferð sinni um svæðið að hluti þess var orðin rauðari en áður og því til sönnunar koma hér nokkrar myndir.
Vilhjálmur heldur áfram að fegra hjá sér – RAUTT
Nýjir Eyjaeigendur með rauðleitan þakkant og nýmálað grænt þak
Glöggir geta séð að Hans og Tóta eru að byrja að mála húsið RAUTT hjá sér
Guðni var strax framsýnn og málaði þakið RAUTT
„GogG“ máluðu hjá sér með aðstoð barna og auðvitað RAUTT
Svo við nánari skoðun þá er mikið í gangi já Fríði og Steina og er ekki bara gott að skora á þau að mála RAUTT