Kerhraun

Rafhliðið kjálkabrotið 1. ágúst 2020

Það eru stressandi símhringingarnar þegar einhver byrjar,“heyrðu hliðið skall á mér“ eða „ég skemmmmmmmmmdi hliðið“ og ég anda inn og  svo út og býð eftir fréttinni í heild. Í gær var ein svona hringing.

Kannski rétt að árétta við þá sem nýjir eru að þegar sláin er farin á stað niður er ekki aftur snúið, hún heldur áfram því það er ekki nemi í henni sem skynjar bílinn.

Við erum svo forsjál að eiga alltaf aukakjálka því kjálkinn er hannaður til að brotna þegar hann verður fyrir höggi. Eftir hringinguna dressaði Finnsi sig upp og hlóð tækjum og tólum á sig og við tilbúin í slaginn, hliðið kjálkabrotið, sláin bogin og það þurfti að losa hliðstólpann og færa hann svo sláin hitti á segulinn.

Allt gekk þetta fyrir rest og núna er hliðið komið í lag og það var ekki sök þess að það fór á bílinn, hann var greinilega of seinn að koma sér af stað en svona gerast slysin.