Plöntutilboð – Tölvupóstur með verðlista sendur til ykkar

Eins og greint var frá á síðasta aðalfundi varðandi gróðursetningu 2011 á sameiginlega svæðinu þá hefur borist tilboð í eftirfarandi trjátegundir:

Stafafuru:   1 – 1,5 mtr.
Stafafura:   0,5 – 1 mtr.
Alaskaösp:  1 – 2 mtr.
Sitkagreni:  1 – 1,5 mtr.
Blágreni:     1 – 1,5 mtr.
Rauðgreni : 1 – 1,5 mtr:

Nú gefst tækifæri til að fara í hið umtalaða gróðurátak, notið því tækifærið og pantið en MUNIÐ að senda inn pöntunina í allra síðasta lagi 30. apríl því eftir þann tíma er ekki hægt að panta.

Plönturnar verða afhentar félagsmönnum í Kerhrauni að morgni laugardagsins 4. júní.

              

STAFAFURA                        BLÁGRENI                      RAUÐGRENI                  SITKAGRENI