Versló 2009 – Varðeldurinn – FRÁBÆRT KVÖLD

Samkvæmt áður auglýstri dagskrá var hugmyndin að ganga nýju göngustígana að varðeldinum til að taka stígana formlega í notkun, þetta var gert og það var frábært að sjá alla þá KERHRAUNARA sem sáu sér fært að mæta og gera þetta kvöld það skemmtilegt að það er örugglega komið til að vera. 

Eldurinn var tendraður kl. 21:00 og vaskir krakkar sáu svo um að bæta
spýtum á eldinn og höfðu greinilega gaman af. Við eigum frábæra listamenn í Kerhrauninu, Stefán Hákonarson, Reyni Sigurðsson og með þeim lék á gítar gestur sem mætti með Garðari Vilhjálmssyni og væri gaman að vita hvað sá maður heitir og þessir kappar spiluðu og sungu og auðvitað tók fólk undir og allir sungu með sínu nefi.

Léttar veitingar/drykkir voru í boði og sá Hans Einarsson um grillið og Elfar J. Eiríkson bar bakkann milli manna og þá er það bara spurningin hvort einhver sást með REIKA.

.

Stjórnin vill þakka öllum innilega fyrir að gera þetta kvöld svona skemmtilegt og hlakkar til að sjá ykkur eldhress að ári.