Kerhraun

Öryggisnúmer fyrir sumarhús

Hnitsett öryggisnúmer fyrir sumarhús

Í nýjastu árbók frá Landssambandi sumarhúsaeigenda er auglýsing frá Loftmyndum ehf sem greinir frá því að þeir hafi gert samkomulag við Landssambandið um rekstur öryggisnúmerakerfis fyrir sumarhús í samráði við Neyðarlínuna 112

Grundvöllur samkomulagsins eru GPS-staðsettar loftmyndir frá Loftmyndum af öllu landinu sem gera Neyðarlínunni 112 kleift að leiðbeina viðbragðsaðilum ef vá ber að höndum.

Gert hefur verið samkomulag við Loftmyndir ehf  að ef 10+ hús í Kerhrauni hafi áhuga á að fá öryggisnúmer þá fær viðkomandi það á 15.000 kr. m/vsk og greiðist sem eingreiðsla en auglýst verð þeirra er 18.000 kr.

Þetta er háð því að félagið sjái um að skrá niður og senda upplýsingar um viðkomandi aðila en reikningurinn kemur frá Loftmyndum.

Þeir sem áhuga hafa á öryggisnúmerinu vinsamlegast sendi póst á gudrunmn@simnet.is