Mikilvægri og mikilli girðingarviðgerð lokið

Flest verk sem stjórn var með á dagskránni þetta árið er lokið, meðal þeirra er yfirferð girðingarinnar í Seyðishólnum en hún lá undir skemmdum og auglýsti stjórn eftir aðilum sem vildu fara í verið. Einn gaf sig fram og það var Viðar, nú hefur hann eftir marga daga vinnu lokið við að klippa af allan vír og setja nýjana í staðinn og færum við honum þakkir fyrir því þetta varð að gerast.

Það voru dagar þar sem sást varla þurr þráður á honum en hann gaf sig ekki og með mikilli seiglu tókst honum að klára þetta.

Takk Viðar og það fást góðar gallabuxur í Costco