Sumir eiga auðveldara með að ná athygli fólks en aðrir, þar fer fremstur í flokki hann Hans okkar og því til sönnunar kemur hér lítil saga.
Hann fær upphringingu þar sem hann er spurður að því hvort hann eigi fjarstýringar, svarið er nei, hann er beðin um að panta þær í snatri og fá þær helst í gær. Auðvitað fer hann í málið og áður en gjaldkeri veit af er kominn reikningur fyrir fjarstýringum í heimabankann.
Hann fær aðra upphringingur þar sem honum er tilkynnt að búið sé að rukka fyrir fjarstýringar, hann svarar því til að hann sé kominn með fjarstýringarnar en eigi bara eftir að forrita þær og þær líti vel út, sem sé komnar með nýtt „look“ og hann muni verða í Kerhrauni komandi helgi og þeir sem vilji kaupa megi sækja til hans.
Eftirspurn var mikil og því dreif hann sig á föstudagskvöldið í Kerhraunið með þessar nýju í vasanum, þá gerist það sem ætti ekki að geta gerst „þær ungu veltu þeim gömlu úr sessi“ sem þýðir í raun að það þurrkaðist út allt í minni þeirra gömlu og eins gott að þetta getur ekki gerst hjá okkur mannfólkinu….)))
Mailin, fésið og sms logaði, engum var hleypt inn og því varð að bregðast skjótt við. Gunna sendi tölvupóst úr símanum sínum og sá ekkert hvað hún var að gera en skilaboðin áttu að vera þau að fjarstýringar væru allar óvirkar og Hans yrði við hliðið milli 13:00 – 14:00 á sunnudeginum. Ekki var allt búið því einhvern veginn var að ná í þá sem voru á svæðinu.
Frumlegt skilti var hengt á rafhliðið í þeirri von að einhver kæmi auga á það.
Þessar aðgerðir þóttu skotheldar og ekkert að gera nema að bíða eftir að herskari fólks birtist, eins og allir vita þá þarf að forrita allar fjarstýringar sem seldar hafa verið frá upphafi. Sunnudagurinn rann upp og það ver ekki eins og Hans sæti og biði eftir því að komast niður að hliði, nei hann var dreginn þangað snemma morguns til að vinna við að laga lyklahliðið enda lykilmaður í öllu því sem viðkemur lyklum.
Klukkan sló EITT og viti menn fyrstu menn mættir og Hans tók sér stöðu og byrjaði mjög vel, allavega fjórar voru „reddý“.
Fyrrverandi formaður mætti og með Þráinn sér við hlið virtist allt í einu allt klikka….))) eða þannig
Hans var kominn á bakið og reyndi og reyndi en ekkert gekk og fjarstýring Elfars blikkaði og blikkaði
Fjöldi manns beið og vonaði það besta en að lokum var Hans orðinn stífur af kulda
og ákvað að gefast upp í BILI mönnum til sárra vonbrigða
Franhald sögu þessarar er sú að Hans fór heim, Tóta hitaði honum, hann fékk sér að borða og þá var hann kominn í stuð aftur, því brá hann undir sig betri fætinum og fór aftur að rafhliðinu með fulla vasa af fjarstýringum sem fólk hafði skilið eftir og byrjaði upp á nýtt, viti menn það gekk eins og í sögu. Varðandi framhaldið þá verðum við að sæta lagi við að forrita þær nýju þegar upplýsingar um aðferð hafa fengist og halda svo áfram með það sem út af stendur, ca 70 stk, já þvílík hvað þessar ungu gerðu þeim gömlu og allt er þetta tekið út á okkar „Lykla Pétri“.