Ákvörðun stjórnar um vegaframkvændir 2015

Stjórn barst fyrir nokkru tilboð sem í raun var of gott til að geta verið satt, vegamálastjórinn okkar hann Hallur hefur verið með hugann við að hugsa um hvernig gera megi vegina varanlega í Kerhrauni. Tvö síðustu sumur hefur hluti vega verið byggður upp og í fyrra var vegurinn frá ristarhliði að lóð 72 á C svæði (Sigurdór Sigurðsson) og frá vegamótunum upp á C svæði að lóð 32 á A svæði (Þóra Skúladóttir) gerður klár fyrir varanlegt efni.

Nú komum við að rúsínunni í pylsuendanum, tilboð sem Hallur kom með til okkar var að setja „Fræsing“ á beina kaflann, þá er borið 8 cm lag af fræsing, síðan heflað út og valtað og eftir stendur varanlegur vegur með sáralitlu viðhaldi.

Er þetta ekki eitthvað sem hægt er að gleðjast yfir ?, að mati stjórnar er það svo og ekki skemmir að tilboðið er tugum prósenta undir markaðverði og ekki er farið út fyrir ramma aðalfundarsamþykktar.

Svo er alls óvíst að þetta fáist aftur á þessu verði enda einstakt tilfelli sem við erum svo heppin að fá að njóta

Margir myndi spyrja hvað er fræsingur ?, fyrir þá sem vilja fræðast um endurvinnslu og „Grænt malbik“ ættu að opna eftirfarandi link og lesa sig til.  http://www.nvfnorden.org/library/Files/Utskott-och-tema/Belaggning/Brosjyre/NVF_is.pdf

Eftir að þetta var tilkynnt í stjórnarfundargerð þá hefur síminn ekki stoppað og þeir sem anda að sér rykmekki allt sumarið spyrja auðvitað hvort ekki sé hægt að gera meira og auðvitað væri gott að geta sagt JÚ en stjórn heldur sig við aðalfundarsamþykktir að sjálfsögðu.