Kynning á allskonar hreinsiefnum frá Kemi 18. – 20. maí

Gróðursetningarhelgina ætla þau Gunni og Sóley en þó aðallega tengasonur þeirra að bjóða Kerhraunurum kynningu á vörum frá heildversluninni Kemi og verður kynningin á planinu hjá þeim hjónum.Kemi er heildsala með ýmsar vörur, t.d hreinsiefni fyrir heita potta, niðurbrotsefni í rotþrær, lyktareyðir,

 smurolíur og margt margt fleira.

Þessa helgi verður sérstakur kynningarafsláttur og þeir sem koma fá afhent afsláttarskírteini með 15% afslætti sem gildir framvegis í verslun Kemi að Tunguhálsi 10 í Reykjavík.
Hægt verður að greiða með peningum og debet/kredit korti.
Hlökkum til að sjá sem flesta.