Kveikt á jólatrjám Kerhraunara 1. desember 2018

Það gleður alltaf þegar búið er að kveikja á jólatrjánum og á fallegum en köldum laugardegi þá skelltu Guðný og Ómar sér út í kuldann til að setja upp fallegu jólaljósin okkar Kerhraunara. Þrátt fyrir að veturinn hafi látið lítið fyrir sér fara þá er það líka annað sem er óvenjulegt og það er það mikla logn sem hefur verið hér í nóvember, það hefur varla bærst hár á höfði og það er óvenjulegt.

Nú nálgast jólin og allir eru komnir með hugann við undirbúninginn, það hafa fáir verið  á ferðinni en varðhundurinn reynir að fylgjast með.

Þökkum innilega fyrir kæru hjón Guðný og Ómar að leggja þetta á ykkur og vonandi hafið þið ekki fengið kvef..


Fallegra verður það ekki það eru allir sammála um