Kerhraunið er alltaf svo fallegt þegar fyrsti snjórinn fellur

Það ber enginn á móti því þótt fullyrt sé á heimasíðunni að Kerhraunið sé fallegt allan ársins hring, enda engin ástæða til að mótmæla, eins og myndin sýnir þá er þetta fallegt og afskaplega þægilegt að geta skoðað hvernig aðstæður eru hverju sinni.

Eins og sjá má þá prýðir Amsterdam vindpokinn okkar landslagið, hann er sem sé kominn aftur og það er engum öðrum að þakka en honum Henning sem kom auga á hann og setti hann aftur upp, takk innilegar fyrir þetta Henning.

Þegar horft er á A´dam vindpokann þá getur maður alveg upplifað verðurfarið í sveitinni og nánast fundist maður vera á staðnum.