Trjáunnendur nýttu sér tilboð sem stjórn bauð og í ár fengum við tilboð frá Helgu í Kjarri sem hefur orð á sér fyrir að selja eingöngu úrvalsplöntur og það leið ekki á löngu þar til pantanir fóru að streyma inn. Þess má geta að ef það eru gróðursettar 150-200 árlega þá verður þetta eins og hjá Georg, Hadda, Þránni, Lilju/Erik og Vilhjálmi eftir nokkur ár.
Eins og vanalega var stjanað við kaupendur og auðvitað var Smári fenginn í verkið með því loforði að hann gerði ekki neitt og með honum var hann Jói okkar Ásbjörns (formannssonurinn), þetta hljómar rosa flott og fóru þeir á laugardagsmorguninn til að ná í alla dýrðina.
Eftirfarandi myndasýning sýnir svo ekki verður um villst að Smári gerði EKKI neitt og Jói & CO gerðu allt, skoðið bara myndirnar, sérstaklega af Smára…. hvar er hann að vinna?))
Takið eftir „Grænu þrumunnu“ þetta er stóra systir „Grænu þrumunnar“ minnar
Takið vel eftir, hér má sjá „dósatrén“ okkar tvö – þau verða sko fleir næsta ár
Hér var Smári orðinn dauðþreyttur á að gera ekki neitt og fór að æfa „híf og slak á víxl“
Já, Smári minn þú mátt alveg skammast þín að hlíða ekki Rut þinni
Hvað sem öllu bulli líður um óþekkt Smára þá verður að segjast alveg eins og er að hann sló ekki slöku við að fór meira að segja tvær ferðir til að ná í tré, slík var fyrirferðin í þeim. Þeir Jói stóðu sig eins og hetjur og ég leyfi mér að fullyrða að trjákaupendur kunna svo sannarlega að meta þessa þjónustu og færi þeim báðum kveðjur okkar og innilegt þakklæti fyrir erfiðið.