Kerhraun

Kerhraunarar keyptu tré og það ekkert smá magn

Trjáunnendur nýttu sér tilboð sem stjórn bauð og í ár fengum við tilboð frá Helgu í Kjarri sem hefur orð á sér fyrir að selja eingöngu úrvalsplöntur og það leið ekki á löngu þar til pantanir fóru að streyma inn. Þess má geta að ef það eru gróðursettar 150-200 árlega þá verður þetta eins og hjá Georg, Hadda, Þránni, Lilju/Erik og Vilhjálmi eftir nokkur ár.

Eins og vanalega var stjanað við kaupendur og auðvitað var Smári fenginn í verkið með því loforði að hann gerði ekki neitt og með honum var hann Jói okkar Ásbjörns (formannssonurinn), þetta hljómar rosa flott og fóru þeir á laugardagsmorguninn til að ná í alla dýrðina.

Eftirfarandi myndasýning sýnir svo ekki verður um villst að Smári gerði EKKI neitt og Jói & CO gerðu allt, skoðið bara myndirnar, sérstaklega af Smára…. hvar er hann að vinna?))

01a5194b660c01c2cacff21f3e8917bc54c6f1a719

01ae5ed11d37ccdfc3a18cb9d94b8dd35b2d0f3906

Takið eftir „Grænu þrumunnu“ þetta er stóra systir „Grænu þrumunnar“ minnar

01dee1fd6e1861fb27956abb08cc6a64fe741bafa4

01e787a51742ddaf7c50b4f061eeb7f3eb4dad30fb

01ed3de0035f5fce4cd7d32bb17a71f64b405719b3

01f687f02e140f74668532219656e952a217f6b0ac

0160910b5843dbd06a79d35e2e2db13cd62a07e477

017cae1baa0bce1143d61123ad88e50cfb1adda8cc

016747d757d88ac6d16660f7ada95c3d9003802f93

01296b8ffb00cdda28880db809044d67dd28b41028

 Takið vel eftir, hér má sjá „dósatrén“ okkar tvö – þau verða sko fleir næsta ár

0155f8cf441909bd16de788f88e32457124ce7dce7_00001

Hér var Smári orðinn dauðþreyttur á að gera ekki neitt og fór að æfa „híf og slak á víxl“

01345b2a5a1e2ee4bedf75deed1aa792534d75f71e

Já, Smári minn þú mátt alveg skammast þín að hlíða ekki Rut þinni

017804899e39b6327ee2b95776dda45fbc2e6211df

Hvað sem öllu bulli líður um óþekkt Smára þá verður að segjast alveg eins og er að hann sló ekki slöku við að fór meira að segja tvær ferðir til að ná í tré, slík var fyrirferðin í þeim. Þeir Jói stóðu sig eins og hetjur og ég leyfi mér að fullyrða að trjákaupendur kunna svo sannarlega að meta þessa þjónustu og færi þeim báðum kveðjur okkar og innilegt þakklæti fyrir erfiðið.