Fimleikafélag Kerhraunsins að störfum á G&T degi

Þetta félag hefur fengið góðan liðstyrk þetta árið, Hallur gekk nýlega í félagið eftir að hafa tekið flug á pallinunum heima hjá sér við mikinn fögnuð áhorfenda. Þar sem hann var upptekin við önnur störf eins og annar meðlimur félagsins þá tók Hörður að sér að vinna fyrir okkar hönd enda búinn að stjórna íþróttafélagi til margra ára og munaði ekkert um að starfa einn.

Hann tók sem sé að sér að mála skiltið við innkeyrsluna á svæðið og gerði það með „einni“ eins og einhver sagði og minnugur þess þegar Gunna rak hausinn í afturenda hans meðan hann málaði toppinn, vildi hann frekar fá að vera einn í þetta skiptið….

0135bc2c0181b0917bb786f82ce352f4f16426667a

Skuggarnir af sólinn féllu flott á Hörð og veðrið lék við okkur daginn þann

Þegar hann hafði lokið við málunina þá var komið að því að rétta öll skilti sem voru orðin rammskökk eftir vindinn sem blæs stundum í Grímsnesinu, jafnvel kúnnarnir hans Þráins höfðu lent á milli hólanna af því skiltið vísaði þangað.

Áður en hann komst á staðinn ALEINN þá hafði einn meðlimur fimleikafélagsins bæst í hópinn og það var hún Gunna sem vildi endilega leggja Herði lið.

photo 2222

Hér eru verkfræðilegar aðgerðir í gangi og auðvitað notað það sem til var

photo 4444
Hér mátar Gunna töngina og Hörður finnur rétta sexkantinn…)))

photo 3333
Gunna er fær með töngina og Hörður ekki síðri með skrúfujárnið

photo 111

Fanný tók þessa mynd að verki loknu og meðlimir fimleikafélagsins hæðstánægðir enda aldrei orðið ágreiningur í félaginu

Takið eftir fótafiminni hjá okkur Herði, þetta hefst með mikilli ástundum en því miður var
Hallur á kafi í steypuvinnu,  bráðlega verður sett mynd á heimasíðuna af félögum fimleikfélasins