Tehús eða Koníaksstofa að verða að veruleika, hver er munurinn ?

Eins og áður hefur komið fram þá fækkaði um eitt hús í Kerhrauni ekki alls fyrir löngu, fáir áttu von á því að annað kæmi í staðinn en sú varð þó raunin og áður en flestir gátu snúið sér við hafði það gerst að nýtt/gamalt hús var komið í Kerhraunið.  

Forsagan er þessi í stuttu máli:

Sagan segir að mann nokkurn hafi lengi dreymt um að hafa „Koníakstofu“ í garðinum sinum, svo leið tíminn og engin kom stofan í garðinn, einn dag uppgötvaði hann hús sem hafði gengt mikilvægu hlutverki um tíma og hlutverkið var það að hýsa varðmenn sem höfðu það að atvinnu að sjá til þess að ekki kæmist hver sem er fram hjá þeim og þannig gekk þetta í mörg, mörg ár og þetta hús býr yfir miklum leyndarmálum og margar ákvarðanir voru teknar á þessu gólfi í reykmekki miklum. Þannig gekk þetta þangað til dag einn að engin urðu not fyrir húsið.

Maðurinn sem er Kerhraunari sá mikil tækifæri í húsinu og vann hörðum höndum að því að eignast húsið og langþráður draumur að verða að veruleika en áður en hann gæti haft einhver not af húsinu varð að finna því stað sem var auðfundinn, sem sé á lóð 36.

Undirbúningur hófst og meðan á mælingum og pælingum stóð birtist „Græna flugan“og tættist í landinu og fyrr en varði voru komnar þrjár grafir á staðinn, hvorki eigandinn eða gröfumaðurinn efuðust um að þessar holur væru ekki nógu nákvæmar þrátt fyrir að undirbúningur hafi ekki verið eins langur og sumir höfðu reiknað með.

Ekkert var eftir nema að koma húsinu á staðinn, í verkið var fenginn Halldór Þór  enda maðurinn þaulvanur alls konar flutningum. Allt gekk eins og í sögu og meðan á framkvæmdum stóð voru örlög hússins ráðin og mun það gegna tveimur hlutverkum, sem sé að vera Tehús á daginn og Koníakstofa á kvöldin, nú er flóran í Kerhrauni þessi, Kerbúð, Tehús og Koníakstofa og öll opin á hinum og þessum tímum.

 


.
Stoltir eigendur sem ætla strax að hefjast handa og gera allt
tilbúið fyrir fyrsta sopann
.

.
Halldór Þór er mættur á staðinn og ekki eftir neinu að bíða, bara byrja
.

.
og hér er fyrsta undirstaðan komin á loft
.

.
og niður fór hún án nokkurra vandræða
.

.
og hún smellpassar í holuna,
.

.
sú næsta tilbúin og
.

.
og auðvitað smellpassar hún líka og Halldór Þór
tekur Olíudreifingardanssporið
.

.
sú þriðja var með þráa og vildi ekki niður
.

.
þvi varð að taka stöðuna, viti menn hún var ekki eins og hinar
.

.
það hlaut að vera, gat bara ekki verið að undirbúningurinn hafi brugðist
.

.
nú er bara að lagfæra og taka lárétta stöðu.
.


Frúnni blöskraði alveg hvað rykið var mikið og fór að vökva en strákarnir
.

.
sögðu að það væri kominn tími til að vita hvort húsið passaði á undirstöðurnar

.

.
og Hörður var tilbúinn að stýra húsinu á réttan stað
.

.
en hvar er rétti staðurinn ?
.

 

.
Hvar er best að hafa innganginn, það voru nú ekki allir sammála
um hvar hann ætti að vera
en í lokin var það ákveðið og ekki aftur snúið
.

.
hér tekur Hörður á rás og ætlar að ganga í kringum húsið.
.

.
og það tekur enga stund og hann er að verað sáttur við verkið
.

.
en nú er kominn tími til að opna fyrir frúnni
.

.
„YES“ og frúin smellir sér inn,
.

.

.
Fanný, þetta verður komið í lag í næstu viku…))
.

.
Stoltur hópur og gaman verður að líta við þegar allt er tilbúið
og lagerinn kominn í hillurnar
.