Kerbúðin opnar með stæl laugardaginn 11. júní 2016

Það er svo skemmtilegt þegar auglýst er að Kerbúðin verði opnuð enn á ný því það þýðir einfaldlega að sumarið er komið, „mamma Terta“ mætt í slaginn og fáeinir seljendur með í för.

Kerbúðin verður opnuð kl. 13:30 nk. laugardag og að vanda má finna þarna margt skemmtilegt m.a. sultur, pesto, kökur, tuskur, húfu og eitthvað smá „artí“. Allt er þetta gert án gróðrasjónarmiða og bara til að auka flóruna í Kerhrauninu og hafa gaman að þessu.

IMG_2711

Þess vegna er skemmtilegt að setja inn mynd sem fær fólk til að brosa og gefið ykkur nú smá tíma að sýna ykkur við opnunina því það er svo gaman að koma saman og láta í ljós þakklæti sitt og smella sér á pestokrukku í leiðinni.