Kerbúðin opnar með „pompi & prakt“ 7. júní 2014

Nú ætla Kerbúðarkonur að opna Kerbúðina enda finnst öllum sem stunda viðskipti allt of langt að loka næstum í heilt ár. Klukkan 14:00 á laugardaginn 7. júní verður því opnað með handverki, fjölbreyttu úrvali af sultum, marmelaði og einhverju fleiru og er það von þeirra sem að þessu standa að fólk líti nú við og kanni hvað í boði er.

Tilvalið að kíkja við og fá sér með kaffinu eða glaðning fyrir augað, látið það berast að það sé þess virði að kíkja.

192

Svona leit nú fyrsta Kerbúðin út og var mjög gott að geta sent heim ef þess var óskað enda þjónustulund mikil í búðinni