Kerbúðin hefur vakið athygli víða og margir hafa lagt leið sín þangað til að versla, aðkomufólki sem sér búðina finnst þetta stórskemmtilegt uppátæki og það hefur jafnvel sést til fólks sem leggur bílnum utan við rafhliðið og labbar í búðina.
Síðustu tvö sumur hafa verið erfið í reksti, sennilega er það vegna veðurs eða það er allavega trú rekstraraðilanna. Kerbúðin á sína tryggu viðskiptavini en vantar auðvitað fleiri…)))
Nú er komið að lokun búðarinnar og pínu óvíst með framhaldið, Kerbúðina langar að bjóða upp á smá kaffihúsastemmingu sunnudaginn 3. ágúst kl. 15:00 en þar verður í boði algjörlega frítt kaffi og skonsur með rækjusalati.
Til að poppa upp stemminguna og til þess að fólk geti jafnvel fundið eitthvað t.d. jólagjafir þá fylgja hér nokkrar myndir af því sem í boði verður.
Tóta býður upp á:
margar gerðir að fallegum barnafatnaði í glaðlegum litum sem hún hannar og saumar auðvitað sjálf
falleg kerti sem gleðja rómantísk hjörtu – uglur eru inni í dag
Handgerð armbönd sem prýða alla úlnliði
og auðvitað lumar „Mamma terta“ á einhverju ætilegu „surprice“
Sóley og Gunni bjóða upp á
þessa fallegu lest sem heitir því fallega nafni „Austurlandahraðlestin“
Allir þurfa heimili og fuglar líka – hér er eitt fuglahús sem býður eftir nýjum eiganda
þennan stuðbolta sem gæti jafnvel tekið lagið með Kristjáni
Í boði Gunnu er
Silkipúði með ásaum sem hlotið hefur nafnið „Funheit ást“
Málverk „Allir fuglar heimsins ?“
Klippimynd sem ber það fallega nafn „Ylmur Kerhraunsins
Síðast en ekki síst það sem henni er ofarlega í huga allt sumarið verkið „Fjarska fallegar“
Það er von okkar og ósk að Kerhraunarar gefi sér tíma til að kíkja í Kerbúðina nk. sunnudag og taka þátt í kveðjupartíinu og skoða vöruúrvalið og gera góð kaup.