Kerbúðin eykur vöruúrvalið til muna sumarið 2021 og lengir opnunartímann

Sá skemmtilegi tími er loks runninn upp að Kerbúðin skal opnuð laugardaginn 19. júní, kl. 11:00 og í fyrsta skipti í sögu búðarinnar verður opið allan sólarhringinn því nú er bæði þörf en líka nauðsyn.

7 seljendur munu sjá um að selja vörur sínar í sumar og fréttaritara datt í hug að sennilega væri Kerbúðin á leið í skráningu á markað í Kauphöllinni,,,,)))).  Vöruúrvalið er skemmtilegt þetta sumarið og vöruflokkar höfða til allra og nú eru það þið kæru Kerhraunarar sem hafið boltann í ykkar höndum og getið stuðlað að áframhaldandi rekstri Kerbúðarinnar.

Eftirtaldir aðilar koma að Kerbúðinni sumarið 2021:

Á toppi listans er auðvitað hún Oddný Þóra (Tóta terta eða Mamma kaka) sem hefur verið aðaldrifkrafturinn í Kerbúðinni, hún bakar, sultar, prjónar, föndrar og just name it

Alveg upp við hlið „Mömmu Tertu“ kemur Guðbjörg Pétursdóttir, „Bubba“ en hún er talin skæð er kemur að bakstri, því er engin hætta á að við Kerhraunar sveltum í sumar með þessar tvær kjarnatertukonur.


Næst skal nefna Regínu Schewing, HÚN er sprenglærð í Ameríku í sápugerð en er líka snilli í bútasaum og afar smekkleg kona.


Á hæla Regínu frá barnsaldri er kennarinn og ræktandinn Ellen Schewing Halldórsdóttir með pottablóm enda stutt í að fá bakterínuna í sig, býr í Hveró og á „Húsið á sléttunni“

Þegar kemur að gróðri er Hrafnhildur Gísladóttir sterk og ætlar ekkert að gefa Ellen eftir í plöntusölu en hún hefur ákveðið að nota aðra sölutækni og hugsar planið svona. „Ég er með einfaldan smekk og sel því bara jarðaberjaplöntur í Kerbúðinni..))))“.

Hún vill minna fólk á að þegar verið er að annast plöntunar þarf að punta sig og því er hún með armbönd til sölu

 


Þá er komið að Gunnu sem hélt að Tóta yrði bara ein þetta sumarið og ákvað að skella sér og vera henni til halds og trausts og dreif í að búa til þetta og líka hitt.

Í lokin er svo komið að „Mæðgunum þremur“ í kinky.is sem ætla að hrista upp í okkur og bjóða upp á „ÁSTARINNAR UNAÐSSEMDIR“ sem auðvitað allir hafa heyrt um en fæstir þorað að kíkja á,…))

Fréttaritari tók að sér að verða fyrsti kúnninn og ég lofa ekki að ég muni deila reynslusögum en allavega er þetta skemmtileg viðbót við drauminn um góðu kökuna með sultunni, fallega blómið sem angar eins og sápan sem nota skal í baðinu og svo í lokin býður eitt voða skemmtilegt…….))) Segi ekki meira í bili

Þessi ágæti hópur býður ykkur öl velkomin í Kerbúðina nk laugardag en opnunin er kl. 11.00 – hlökkum til að sjá ykkur