Kerhraun

Kalt vatn í Kerhrauni – vandamál hjá sumum..))

Í mörg mörg ár hefur stjórn Kerhrauns reynt að finna lausn á þessu kaldavatns vandamáli sumra Kerhraunara,  því tók nýji formaðurinn sig til og ritaði bréf til sveitastjórnar með ósk um úrbætur.

„Í fundarboði GOGG:

7.  Bréf frá formanni sumarhúsaeigenda í Kerhrauni um aðkallandi úrbætur á köldu vatni í Kerhrauni.

Í fundargerð GOGG:

7.  Fyrir liggur bréf frá formanni sumarhúsaeigenda í Kerhrauni, dagsett 3. október 2014 þar sem óskað er eftir lagfæringu á langvinnum vatnsskorti innan Kerhraunssvæðisins.

Sveitarstjórn vísar málinu til Tæknisviðs Uppsveita.“


Það er frekar algengt að sjá þessa niðurstöðu um úrlausn að hálfu hreppsins en nú verðum við bara að vona að vatnið fara að láta sjá sig áður en EU reglugerðirnar skella á.

Umrætt vatnsleysi hefur verið pínu heitt hjá sumum stjórnarkonum…)))) og nokkur orð verið látin fjúka um málið og ýmsir látið sína skoðun í ljós.

Hans Einarson ritaði eitt sinn:
„Miðað við nýja reglugerð EU þar sem nota á minna vatn þegar fólk fer í sturtu, sé ég ekki annað en að Gunna sé í góðum málum og þurfi ekki að breyta neinu hjá henni……………………..:)“
Það verður fróðlegt að vita hvort sumarið 2015 bíður upp á alþvott eða það verður áfram að velja hvað á að þvo.