Jólamarkaður Kerhraunskvenna haldinn 8. desember 2012

Það verður að játast að það er alltaf spenna í loftinu þegar eitthvað er um að vera, sérstaklega í Kerhrauninu  og í þetta skiptið var engin undantekning, þrátt fyrir að það væri kominn desember. Eins og alltaf þegar eitthvað stendur til þá sjá veðurguðirninr til þess að svæðið skarti sínu fegursta.

Spennan sem lá í loftinu stafaði ekki síst af því að hitta „fólkið sitt“ og eiga með því góða stund, auðvitað var vitað að þær stöllur Sóley og Tóta höfðu lagt mikið á sig undanfarnar vikur að undirbúa alls konar hluti og ekki má gleyma hlut Gunna sem aldrei slær feilhögg.

Þegar uppstillinganefndin hafði komið öllu fyrir þá kom í ljós fjölbreytileikinn í vöruúrvalinu, allir sammála um að þarna væri hægt að gera góð kaup enda tími gjafanna ekki langt undan og verðlagið ætti ekki að angra neinn.

 

.
Gleðin var við völd bæði hjá mönnum og ……..

.

 

.
Hluti lagersins borinn inn

 .

.
Takk stelpur fyrir ykkar frábæra framlag  þið eruð bestar

 .

 

 

 

 

 

 

 

 

.
Hér að neðan má sjá hluta þeirra Kerhraunara sem gerðu sér ferð
til að sýna sig og sjá aðra
og svo auðvitað að styrkja málstaðinn
.


.

.

.