Jóla- og áramótakveðjur 2019

.
Kæru félagar í Kerhrauni!

Enn á ný fögnum við jólum, kveðjum árið sem senn er liðið og tökum fagnandi á móti nýju ári með hækkandi sól.

Fyrir hönd stjórnarinnar langar mig að senda ykkur og fjölskyldum ykkar innilegar kveðjur um jól og áramót.

Þessi árstími er í hugum okkar flestra tími fjölskyldunnar og samveru með sínum nánustu. Það er gott að staldra við og íhuga gildi jólanna. Jólin er sá tími sem við einna helst leggjum okkur fram um að gleðja aðra og láta gott af okkur leiða með því að styrkja þá sem minna mega sin.

Væntanlega fjölgar í Kerhrauninu um hátíðirnar og við óskum þess að þið njótið dvalarinnar í fallegu vetrarríki.  Í ljósi síðustu daga þá vill stjórnin hvetja hvern og einn til að fylgjast vel með veðurspám og mæta á svæðið á vel útbúnum bílum.

Með jólakveðjum,
Fanný Gunnarsdóttir, formaður