Í lok júní 2014 – Baráttukveðja frá Ása formanni

Á tímum sem þessum þegar framkvæmdir félagsins þurfa að gerast á skömmum tíma þá er stundum pressa á mönnum og konum að koma hlutunum í gegn og smá ýtni í gangi en þó eru höfð skýr markmið, „Það skal vanda sem lengi skal standa“ og „Lengi býr að fyrstu gerð“ og þeim fylgt út í hið ítrasta.

Formaðurinn gengur undir skáldanafninu „Durtur“ og sendi þessa skemmtilegu vísu til okkar stjórnarkvenna en er hér birt með leyfi hans.

Í Kerhrauni vel skulum vanda
verk sem að lengi skal standa
samstíga roggin
tæklum við GOGGIN
ótrauð við hefjumst nú handa

Við brækur og land skulum girða
Kerhraunið elska og virða
þótt mót blási vindur
og inn komi kindur
við náttúru vel skulum hirða

Við vinnum að hlutunum saman
og samstíga tryggjum við framan
ég karlinn mér fórna
til kvenna sem stjórna
og játa, að þetta er gaman.

P1020550

Í öllum veðrum og vindum,
virðist flottur á öllum myndum.
Formaður fróður og maður góður
þetta verður ei þungur róður.
(höfundur óþekktur…..))))