Svona á að gera það, koma á eftirminnanlegum tíma í heiminn

Í tilefni þess að dagurinn í gær bar upp á afar sérstaka dagsetningu var því komið á framfæri til ykkar kæru Kerhraunarar á heimasíðunni að þið gerðuð eitthvað sérstakt eða eftirminnanlegt í tilefni dagsins, að því tilefni langar mig að deila með ykkur hvað okkar fjölskylda tók þetta hátíðlega.

Á þessum merkisdegi 12.12.12 kom í heiminn lítill drengur sem strax var nefndur Finnur Arson, hann var 12 merkur, er gullfallegur og verður örugglega Kerhraunari þegar fram líða stundir.