Í dag er 19. júlí 2014 og Hans á afmæli

Hans okkar Einarsson, þessi góði maður er 55 ára í dag og þar sem Tóta hafði auglýst á Facebook að þau yrði í Sælureitnum sínum og þeim þætti vænt um að einhverjir litu inn tók hluti stjórarinnar sig til og mætti.

Elfar og Birgitt mættu og það var ekki að spyrja að því að á borðum voru kræsingar að hætti „Mömmu tertu“ og Fanný vildi að Tóta hætti í Arionbanka og færi að reka kaffihús.

Hans hefur um margra ára skeið verið áhugamaður um tré svo auðvitað varð það úr að við komum með blágreni handa honum með því skilyrði að á jólum yrði tré þetta prýtt jólaljósum, hvort sem þau verða á eða ekki var Hans voða kátur með blágrenið. Blágrenið var skreytt af Fanný og vakti athygli vegfarandi á leið til afmælisbarnsins.

Hans er veðurfræðingur Kerhraunsins en eitthvað gekk honum illa að spá góðu veðri en sagði þó gestum sínum þegar rigningin barst í tal, „það er kominn tími til að rigndi eftir alla þessa þurrkatíð“….)))

afmaeli

Innilega til hamingju með daginn elsku Hans