Engum þori ég að fullyrða miðað við hvað páskaveðrið lék okkur grátt. Laugardagurinn 26. apríl var með eindæmum góður og hitinn fór í 16° og menn vissu hreinlega ekki hvernig þeir áttu að taka þessu. Við hjónin fórum á Flúðir og stungum upp rúmlega 100 tré í steikjandi hita og nú eru þau komin í Kerhraunið, fjöldi þeirra komin í jörðu þá þegar og má segja að strengirnir sem spila í lærum okkar víki alveg fyrir tilhugsuninni um bjarta sumardaga sem eru á næsta leiti.
Hverjum hefði dottið þetta í hug fyrir rúmri viku?
- Stjórnarkonan og vegamálastjórinn láta til sín taka
- Trjákaupin eru skollin á – G&T dagurinn er 24. maí nk.