Hilmar og Guðrún á 55 búin að selja og farin á vit ævintýranna

Þessi ágætu hjón hafa verið Kerhraunarar í nokkur ár og fréttaritari varð þeirrar ánægju aðnjótandi að selja þeim lóð 55 þar sem þau reistu hús nokkru seinna. Nú eru tímamót hjá þeim, ákváðu þau í vor að selja og halda á vit ævintýranna. Kerhraunarar óska þeim alls hins besta og þakka samverustundirnar, nýr eigandi hefur fengið lyklavöldin en það er Anna Rakel Ólafsdóttir og bjóðum við hana velkomna í hóp Kerhraunara.

hogg

„skál“ fyrir sölunni og verið ávallt velkomin í Kerhraunið

haustið2014
Kerhraunið 10. september 2014, daginn sem þið undirrituðuð kaupsamninginn…))))