Haustið 2013 er komið, enn eru framkvæmdir á svæðinu

Það er alltaf svo gaman að geta sagt frá því að eitthvað nýtt sé að gerast hjá okkur, helgina 28.- 29. september tilkynnist það að í Kerhraunið er kominn bústaður á lóðina þar sem „blái bústaðurinn “ var einu sinni, svo fréttist af steypubíl í síðustu viku á B svæðinu, það gerði það að verkum að ég og Tóta vorum að drepast úr forvitni og skelltum okkur í bíltúr og viti menn var þá ekki Halldór „Ísfirðingur“ á 127 í miklum ham að slá frá grunninum.

Við urðum náttúrulega að vita hvað væri í gangi og það er ekkert smáræði sem hann er búinn að koma í verk, grafa fyrir grunni, slá upp, steypa, slá frá, taka inn rafmagn, hitaveitu, vatn og miðað við hvað þetta skeður hratt verður hann farinn að sofa í húsinu bráðum.

Á lóð 97 hefur heldur betur verið tekið til hendinni, blái bústaðurinn tekinn, grafið, grafið, grafið, keyrt í , keyrt í og keyrt í, jafnað úr og settar súlur undir bústaðinn sem nú stendur á þeim og kemur svakalega flott út enda lóðin ein og sér svaka falleg.  Til hamingju með þetta drengir.

 

Nýji grunnurinn hjá Halldóri

 

Til að myndin fái að njóta sín setti ég hana hér í stærri lagi og ekkert smá flott útsýni.

.