Haustið er að koma í Kerhaunið eftir lélegt sumar 2018

Það verður að segjast alveg eins og er að þegar fyrstu haustlitirnar fara að koma þá fer um mann smá saknaðartilfinning að sumararið sé búið. Í þetta skipti er það ekki því eins og allir vita kom sumarið 2018 aldrei að neinu viti.

Að fara út og skoða hverning tré og runnar bregaðst við er alltaf gaman, í dag 13. september fór ég smá rúnt um lóðina til að kíkja á hvað væri að gerast og eftirfarandi myndir sýna að sum tré og sumir runnar vita að haustið er að koma og prýða sig með haustlitunum áður en lauf fara að falla.

 

Rjúpurnar gera sig heimakomna hvert haust og eru gæfar en þó styggar, þessi rjúpa á myndinni heldur samt að ef hún stendur kyrr innan um runnana þá sjái ég hana ekki..)).  Mikið finnst henni gaman að kúra framan við útihurðina og þegar ég skrönglast fram á morgnana þá byrjar hún á að lyfta afturendanum, lætur svo kúlur..)) falla og fer svo í burtu.

Þessi mynd er ekkert haustleg en enn og aftur verð ég að segja að þetta er uppáhaldstréð mitt, SITKAELRI og ég þreytist ekkert á því að segja frá því enda keypti ég þessa plöntu 3ja ára í potti og síðan eru 7 ár og VOLLA, sjáið hvað hún er stór, blaðfalleg, bústin og lengi sígræn fram eftir hausti

Snjóber

Í augnablikinu man ég ekki hvað þessar tvær heita, eru að vísu sama plantan en ég gerði að gamni mínu að gefa annarri þeirra áburð og hinni ekki og það sést greinilega hver fær að borða.

Maríustakksbreiða

Grjótin mín fallegu

Gljámispill orðinn rauður – Birkikvisturinn hefur ekki náð fullum haustlit en Gullregnir hvílir á toppi hans

Bessarunni og bland af jarðlægum plöntum

Enn má finna jurtir sem eru í blóma

Purpurabroddur og Blátoppur

Reynitré


Bessarunni sem er orðinn dekkri en flestir hinir

x