Kerhraun

Haldið á Seyðishólinn – tilraun að búa til panoramamynd

Loksins, loksins, loksins kom gott veður og þá var bara eitt hægt að gera, að gera ekki neitt.

Sunnudagurinn 20. júlí 2014 var sem sé yndislegur dagur og kærkominn eftir alla þessa fj…. rigningu og því að reyna að gera sem mest úr deginum.

Eftir skemmtilega afmælisveislu í gær hjá Hans og Tótu var litið við hjá þeim og viti menn, afgangar, namm namm. Áður en við vissum af vorum við komin í ættfræði því sms rigndi inn frá Fanný því hún hafði daginn áður komið auga á kunnuglegt andlit sem reyndist vera mamma Tótu og því varð að rekja þetta allt saman, bæði vestur á land og líka austur á land.

Það leið ekki á löngu þar til til Höddi var stórfrændi Tótu og Fanný stórskyld öllum og ég bara ein á báti, til þess að bæta mér upp frænda og frænku missinn bauð Hans mér í fjórhjólatúr upp á Seyðishól og þetta er eitthvað sem allir Kerhraunarar ættu að gera því þarna er útsýnið stórkostlegt og hafi einhvern dreymt um að fljúga yfir Kerhraunið þá þarf ekkert flug bara að drífa sig upp á hól.

„Amma myndar“ ákvað að snúa sér í hringi og mynda og reyna svo að búa til eina panoramamynd, útkoman var ekki mjög góð með Blackberry, ó nei.

allar

Greinilega virkar þetta ekki með öðru en þrífót en bráðskemmtileg útkoma og skemmir ekki daginn sem var skemmtilegur í alla staði og mikið var gaman að hossast með Hans upp á hól.

Til að gera þetta aðeins betur útlítandi þá varð að bæta úr þessu því upp á hól var þetta fallega fólk, Fanný og Hörður sem urðu að nást á mynd.

fyrstu
Næsta mynd náðist með Ingólfsfjalli og Búrfellinu, ekkert slor.

nr 2

Hér lokast hringurinn og ég bara spyr, hvar var Hans þegar ég sveiflaðist hringinn?.

nr3

Þó þessar myndir séu ekki fullkomnar panorama myndir þá er það ekki af því að ég væri nýbúin að narta í hann þessan fyrr um daginn…..)))))

IMG-20140720-00597