G&T dagurinn verður haldinn laugardaginn 27. maí nk

Enn og aftur er komið að því að nánast sami hópurinn hittist aftur á þessum merka degi en þessi hittingur hefur verðið hin mesta skemmtun fyrir þá Kerhraunara sem mætt hafa og lagt sitt að mörkum að fegra Kerhraunið okkar á margan máta, ekki bara gróðursetja heldur líka að viðhalda því sem gert hefur verið sem er ekki síður mikilvægt. Það er nauðsynlegt að sem flestir leggi eitthvað að mörkum til að svæðið okkar dafni og vaxi.

Laugardaginn 27. maí nk er sem sé komið að G&T deginum og samtals í ár fara 252 tré niður í Kerhraunið og geri aðrir betur, til þess að þetta gangi vel fyrir sig þarf mannskap og gaman væri að fá að sjá ný andlit í hópnum. Nákvæmari tímasetningar ásamt afgreiðslu trjáa og moldar verður auglýst síðar.  Takið frá daginn og mætum sem flest og höfum gaman af og endum í pyslum og meðv´í.