WOW hvað gaman var að sjá hversu margir komu til að taka þátt í gróðursetningunni enda má segja að það hafi verið fast skotið til að fjölga í hópnum….)))) og á ég minn þátt í því. Félagsmenn höfðu eins og svo oft áður verið duglegir að safna flöskum til að hægt væri að kaupa tré og hafði fólk orð á því að þetta væri skemmtilegt verkefni og næst verðum við bara enn duglegri og duglegri að stoppa með flöskur þó ruslagámurinn sé farinn.
Það verður að segjast alveg eins og er að það er von fréttaritara að hægt verði að kaupa 200 tré á næsta ár því annað eins lið hefur ekki verið saman komið lengi og allt of fá tré pr. mann. SVO ÁFRAM FLÖSKUSÖFNUN.
Að vanda var Finnsi á „Grænu þrumunni“ sem flutti moldina að holunum og Hörður ásamt fleirum sáu um að setja tré í hjólbörur og keyra að holunum og þar tók vaska fólkið við. Hallur var lipur að vanda og gerði fólki greiða út og suður.
Takk kæru Kerhraunarar fyrir að gefa ykkur tíma til að koma og leggja hönd á plóg, þið eruð öll æði
Meðfylgjandi myndir tala sínu máli:
Blómahjónin sáu um sumarblómin og um það verður næsta frétt – Takk Tóta og Hans