G&T dagurinn 2021 – undirbúningur

Dagur eins og þessi krefst mikillar skipulagningar enda þjónustan á háu stigi þegar kemur að Kerhraunurum. Í ár var ákveðið að panta tré bæði frá Skógræktinni og líka frá Snæfoksstöðum og gera smá tilraunir þar sem oft hefur verið bent á að stærri plöntur eigi það til að stoppa í vexti eftir upptöku á meðan þér smærri eru á fullu að reyna að verða stórar og láta upptöku ekki hafa áhrif á sig. Þetta er skiljanlegt þegar borinn er saman maðurinn og tré.

Þannig að valið var á milli þessara tveggja og síðan auðvitað að skaffa fæðið frá Flúðasveppum og þar er þjónustan ekki síðri.

Finnsi gróf allavega 80 holur áður en G&T dagurinn rann upp þannig að allt var gert til að auðvelda niðursetninguna.

Dagurinn var auglýstur laugardagurinn 29. maí og mæting kl. 11:00 við gáminn sem auðvitað breyttist þar sem ákveðið var að færa trjákerruna nær gróðursetningarstað sem var auðvitað skynsamlegt.

Stjórn ákvað að hittast kl 10:30 við gáminn til að gera fært fyrir pylsupartíið, færa dósapokana innst, skella borðina á 4 fætur, taka út blómapottana, setja girðingarefnið undir hillurnar, laga til á borðinu, skella grillinu innst og henda því sem átti að henda og þá var frú formaður sko mætt til að gera borðið huggulegt fyrir væntanlega gesti.

Hér að neðan má sjá myndir af moldarafhendingunni, trjám og tiltekt.

Tré frá Skógræktinni


Tré frá Snæfoksstöðum

Hafrún gæti fengið inngöngu í Fimleikafélag Kerhaunsins