G&T dagurinn 2017 verður haldinn 27. maí nk.

Man einhver eftir því hvenær fyrsti G&T dagurinn var haldinn?, kannski ekki en fyrsti G&T dagurinn var haldinn í Kerhrauni 6. júní 2009 og síðan þá hafa bæði félagsmenn og félagið sjálft gróðursett heilmikið og allir sammála um að tré eru hin mesta prýði.

Myndin hér að neðan sýnir Elfar taka fyrstu mælingu fyrir trjám og gaman fyrir þá sem eru nýkomnir á svæðið að sjá breytinguna.

Félagið ætlar að gróðursetja heilmikið í ár og fljótlega fá félagsmenn tilboð í plöntur og mold. Er það vona stjórnar að það verði haldið áfram að gróðursetja í Kerhrauninu í komandi framtíð.

Myndin hér að neðan er frá 2016.