G&T dagurinn 2014 er 24. maí nk. – Dagskrá

Að vanda höldum við G&T daginn með „pomp og prakt“,  full tilhlökkunar enda hefur alltaf tekist mjög vel til. Þrátt fyrir að heyrst hafi í röddum sem finnst komið nóg þá verður þessari venju vonandi ekki hætt enda þarf líka að taka til og snyrta en ekki bara að gróðursetja.

Mæting er kl. 13:00 við ruslagáminn og endilega takið með ykkur verkfæri sem komið gætu að góðum notum.

Í lok verksins hittumst við að vanda hjá Sóley og Gunna og snæðum eitthvað gott og meðv´í.

Umfram allt er þetta dagur sem Kerhraunarar hittast og hafa það að markmiði að gera Kerhraunið að þeim stað sem við erum hvað stoltust af.

P1010805

Þessi kona sló ekki hendinni á móti því að koma í Kerhraunið og var mikil prýði af henni eins og öllu sem er í Kerhrauninu er.