G&T dagur 2016 verður laugardaginn 28. maí nk.

Nú er loksins komið aftur að þessum skemmtilega degi G&T degi 2016 en hann verður eins og áður hefur komið fram nk. laugardag og hefst kl. 13:00. Eins og fyrri daga þá er hann margskiptur þannig að fólk skiptist á að gera þau verk sem gera þarf því þetta er ekki bara gróðursetningardagur heldur líka viðhalds- og tiltektardagur.

Að vanda bauðst Kerhraunurum að kaup tré, í ár var keypt frá Skóræktinni og Kjarri og verða pantanir afhentar á föstudagskvöldi kl. 19:00 frá Skógræktinni og frá Kjarri á laugardagsmorgni kl. 10:30. Flúðamold nýttu sér margir að kaupa og hefur fyrri pöntunin verið afhent og sú seinni verður afhent á föstudagskvöldinu og allir sammála um að ekki sé moldin bara góð heldur er hún keyrð heim á hlað.

Neðangreind mynd er tekin árið 2014 en þá komu mikið af plöntum í Kerhraunið en það er alltaf gaman þegar þessi stund rennur upp að fólk fær pantanir sínar afhentar.

P1020365

Hallur hefur tekið að sér að taka fyrir trjám og mun byrja á föstudagskvöldinu og taka 20 holur meðfram girðingu Seyðishólsins.

Síðan á að gróðursetja 4 „bönsa“ sem samanstanda hver um sig af 3 grenitrjám sem mynda „bönsinn“ og mun Steinunn „krúttdós“ verða leiðbeinandi í því verkefni.

010da1d1767fecfcfd74c0f44177ad66930e2bc096

Félagið keypti auka 3 grenitré fyrir dósasöfnun síðasta árs en nú ætlum við félagsmenn að gera átak og safna og safna í nýja dósagáminn og kaupa fullt af trjám næsta sumar.

Þetta er dagur Kerhraunara til að hittast og skemmta sér líka því þegar búið er að gera það sem gera þarf þá verður hist á pallinum hjá Sóley og Gunna og fengið sér í gogginn áður en haldið er heim í bústaðinn og eigin gróðursetning hefst.

Eins og áður hefur komið fram þá skráðu sig böns af strákum á blaðið á aðalfundinum og lofuðu að hjálpa til við hin ýmsu verk og eru þeir sem skrifuðu nöfn sín svo illa að fáir skilja að mæta og leggja hönd á plóginn eins og við hin. Mikið verður nú gaman að fegra, hreinsa og viðhalda okkar fallega Kerhrauni þar sem sumarið er komið og fuglarnir farnir að syngja.  SJÁUMST HRESS, EKKERT STRESS, BLESS BLESS og kyssumst eins og alltaf er gert þegar haldið er heim á leið.

IMG_3005