Það verður að segjast eins og er að gróðursetningadagurinn 2013 var sá votasti til þessa og myndirnar bera þess merki að fólki fannst hálf hráslagalegt að vera úti, þó runnu pylsurnar ljúflega niður og ef regnið vætti ekki nóg þá var hægt að fá ýmsa drykki til að skola pylsunum niður.
Enn og aftur buðust Sóley og Gunni til að lána pallinn sinn og færum við Kerhraunarar þeim okkur bestu þakkir fyrir, það er gott að eiga þau að og Sóley var vígaleg með húfuna á grillinu.
Myndirnar sýna að veðrið var okkur ekki mjög hliðhollt þetta árið
en hvað með það, það kemur ár eftir þetta ár.
Hilmar er enn að „pósa“
Guðrún og Hilmar á 55
Elín og Ásbjörn daginn fyrir puðið
Smári syngur:
„Ertu þá farinn ertu þá farinn frá mér. Hvað ertu að gera ? Hvert liggur mín leið ?“
Garðar syngur:
„Æ, ég fer og ég kem aldrei aftur, um það veit hver einaasti kjaftur“
en í alvöru Smári það verður sameining á A, B, C og D svæðum, vittu til.
Hvað er að gerast stelpur ?